Guðsþjónusta og barnastarf í Hallgrímskirkju sunnudaginn 27. september kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða.
Organisti er Erla Rut Káradóttir. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng.
Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir hafa umsjón með...
Æskulýðsstarfið Örkin og unglingar er komið á fullt skrið í Hallgrímskirkju. Starfið fer vel af stað og það er góð þátttaka.
Starfið er fyrir unglinga í 8.-10. bekk og það er á fimmtudagskvöldum kl. 19:30-21:30 í Suðursal kirkjunnar.
Það er nýr starfsmaður í æskulýðsstarfinu, en hún heitir Hilda María Sigurðardóttir og er guðfræðinemandi við...
Biblían er blaut
Hádegisfundur þriðjudaginn 22. september kl. 12.05. Sr. Sigurður Árni Þórðarson fjallar um vatnið í veröldinni.
Vatn flæðir um kafla Biblíunnar og áin Jórdan er stórtákn. Hún afmarkaði hinn biblíulega heim. Þau sem fóru yfir ána fóru úr einum tíma í annan. Jórdan tengist lykilviðburðum Biblíunnar. Jesús fór að Jórdan til að...
Guðsþjónusta og barnastarf í Hallgrímskirkju sunnudaginn 20 september kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða.
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng.
Ragnheiður Bjarnadóttir hefur umsjón með barnastarfinu.
Í lok guðsþjónustu...
Frá og með 17. september verða kyrrðarstundir í Hallgrímskirkju á fimmtudögum kl. 12. Prestar kirkjunnar íhuga og stýra bænagerð í upphafi stundarinnar. Þennan fimmtudag leikur Björn Steinar Sólbergsson á orgelið og Sigurður Árni Þórðarson gegnir prestsþjónustunni. Eftir kyrrðarstund verða veitingar í Suðursal Hallgrímskirkju.
Föstudaginn 18....
Framsaga SÁÞ í Hallgrímskirkju 15. september, 2020. Hljóðskrá er að baki þessari smellu.
Af hverju að tala um vatn í kirkju? Hefur vatn eitthvað með trú að gera? Af hverju ætti prestur að tala um vatn? Eigum við ekki að láta stjórnmála- og vísindamennina ákveða nýtingu vatns? Jú, þeir eiga að koma að málum. En vatnsnotkun varðar okkur öll....
Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikaði í Hallgrímskirkju 13. september 2020. Hér má lesa prédikun hans sem var útlegging á Esekíel 47.8-9. Og þá verður saltvatnið heilnæmt og allt sem lifir og hrærist, hvar svo sem fljótið streymir, mun lifa."
Í okkar íslenska samhengi kemur manni kannski fyrst í hug, þegar talað er um vatn, að það sé nóg af...
Allt líf þarfnast vatns. Vatnsvernd er stórmál í nútímanum. Hver á vatnið og hver ætti að eiga vatnið? Sigurður Árni Þórðarson, Hallgrímskirkjuprestur, hefur mikinn áhuga á vatni. Á fjórum þriðjudögum í hádeginu talar hann um vatn í veröldinni, menningu, trúarbrögðum og framtíð.
Tímabil sköpunarverksins í Hallgrímskirkju verður 13. september...