Margar kirkjudeildir heimsins beina athygli á haustin að náttúrunni sem Guð hefur skapað. September og fyrri hluti október er tími sköpunarverksins í þjóðkirkjunni. Í Hallgrímskirkju hefst þetta tímabil með guðsþjónustunni 13. september og lýkur með helgihaldinu 11. október. Auk áherslu á ríkidæmi lífríkisins og mikilvægi þess að við verndum...
Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og messuþjónar aðstoða. Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur, prédikar, og talar um vatnsflaum í Gamla testamentinu. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng. Í lok guðsþjónustu verður safnað fé til...
Helgistundir eru í Hallgrímskirkju kl. 12 á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum. Miðvikudaginn 9. september sér hópur sóknarfólks um helgihaldið ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Kaffisopi í Suðursal eftir guðsþjónustuna á miðvikudegi, en virðum sóttvarnarreglur, s.s. fjarlægðarmörk. Helgistund á fimmtudeginum 10. september og...
Séra Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna, sem einnig flytur hugleiðingu. Messuþjónar aðstoða.
Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja.
Forspil
Introduction-Choral Menuet, úr Suite Gothique Léon Boëllmann
Fermd...
Klassíkin okkar var á dagskrá sjónvarpsins 4. september. Sinfóníuhljómsveitin flutti verk úr ýmsum áttum og söngvararnir komu úr ýmsum tónlistargáttum líka. Eini kórinn sem söng var Mótettukór Hallgrímskirkju og söng Ruht wohl úr Jóhannesarpassíu Bachs. Og söng með ástríðu sem var hrífandi.
Passían var fyrst flutt á Íslandi á stríðsárunum,...
Fermingarfræðslan veturinn 2020-21 verður á miðvikudögum kl. 14,45 - 15,45. Fyrsta samveran verður eftir guðsþjónustu sunnudaginn 13. september kl. 12,15. Þá koma fermingarungmennin, foreldrar þeirra og/eða forráðafólk líka. Sú samvera verður upplýsingafundur. Svo hefst hin eiginlega fræðsla miðvikudaginn 16. september kl. 14,30. Fermingarfræðslan...
Guðsþjónusta á ensku verður í Hallgrímskirkju sunnudaginn 30. ágúst kl. 14. Er hún ætluð enskumælandi íbúum höfuðborgarsvæðisins sem og ferðafólki. Sr Bjarni Þór Bjarnason annast guðsþjónustuna. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið.
Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju sunnudaginn 30. ágúst.
Tólfti sunnudagur eftir þrenningarhátíð.
Séra Sigurður Árni Þórðarson flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og Kristnýju Rós Gústafsdóttur. Messuþjónar aðstoða.
Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju...