Fréttir

Umboðsmaður og ráðherra

10.08.2020
Þegar farið er að skoða nánar notkun orðsins kemur í ljós að starfsheitið ráðsmaður er að hverfa úr máli og lífi fólks. Af hverju skyldi svona merkingarþrungið orð vera að hverfa? Áratugaþróun sem hægt er að kalla siðferðisþreytu. Orðið ráðsmaður er kannski týnt en hlutverkið ekki. Prédikun Sigurðar Árna frá 9. ágúst er að baki þessari...

Eyþór Franzson Wechner leikur fimmtudaginn 13. ágúst kl. 12.30

07.08.2020
Á áttundu tónleikum Orgelsumarsins fimmtudaginn 13. ágúst kl. 12.30 leikur Eyþór Franzson Wechner organisti í Blönduósskirkju verk eftir fjögur tónskáld, Faustas Latenas, Robert Schumann, Alfred Hollins og prelúdíu og fúgu í D-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Eyþór Franzson Wechner fæddist á Akranesi. Hann byrjaði að læra á píanó 7 ára gamall...

Guðsþjónusta sunnudaginn 9. ágúst kl. 11

06.08.2020
Guðsþjónusta 9. ágúst 2020, kl. 11:00 Níundi sunnudagur eftir þrenningarhátíð Vinsamlegast virðið 2 m regluna. Handspritt er við kirkjudyr.   Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari.  Messuþjónar aðstoða. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða...

Eyþór Ingi Jónsson á orgeltónleikum 6. ágúst kl. 12.30

04.08.2020
Á sjöundu tónleikum orgelsumars Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 6. ágúst kl. 12.30, leikur Eyþór Ingi Jónsson organisti við Akureyrarkirkju fjögur verk, Passacaglia BuxWV 161 eftir Dieterich Buxtehude, Ionizations eftir Magnús Blöndal, Adagio úr Orgelsónötu eftir Gísli Jóhann Grétarsson og Passacaglia BWV 582 eftir Johann Sebastian Bach....

Guðlaug

02.08.2020
Málefni kristninnar er hin slitsterka miðja samfélags okkar. Kristinn siður er til verndar lífi, fólki og sköpunarverki. Við þurfum ekki lukkuriddara sem eru sérfræðingar í spuna hliðrænna veralda heldur gildi og ábyrgð gagnvart lífi, samfélagi, náttúru sem Guð gerði svo góða. Prédikun Sigurðar Árna 2. ágúst er að baki þessari...

COVID-19 og kristnilífið

31.07.2020
Nýjar reglur um sóttvarnir hafa áhrif á helgihaldið í kirkjum þjóðarinnar. Líkt og í öðrum söfnuðum verða ekki altarisgöngur í Hallgrímskirkju frá og með 31. júlí. Sunnudaginn 2. ágúst verður guðsþjónusta í kirkjunni en ekki messa. Undanfarna miðvikudaga hafa í Hallgrímskirkju verið altarisgöngur í hádeginu. En næsta miðvikudag, 5. ágúst, verður...

Enn er margt ósagt um Guð

31.07.2020
Í guðsþjónustunni 2. ágúst 2020 kl. 11 mun Sigurður Árni Þórðarson prédika og þjóna fyrir altari. Ágústa Þorbergsdóttir og Óskar Jónsson þjóna með presti. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng. Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti, mun við upphaf og lok athafnar leika verk eftir Gísla Jóhann Grétarsson. Forspilið verður:...

Orgeltónleikar Tómasar Guðna

27.07.2020
Á orgeltóleikunum 30. júlí leikur Tómas Guðni Eggertsson á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 12,30 og aðgangseyrir er 1500 krónur fyrir fullorðna, ókeypis fyrir félaga í Listvinafélagi Hallgrímskirkju og börn yngri en 16 ára. Hádegisbænir eru á undan tónleikunum kl. 12-12,15. Og hvað verður svo spilað á tónleikunum? Í viðtali...

Nóg pláss og fæða fyrir alla ?

25.07.2020
Messa kl. 11.00 sunnudaginn 26. júlí.  Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.  Organisti er Kjartan Jósefsson Ognibene sem í upphafi leikur frumsamda prelúdíu yfir sálminn "Upp skapað allt í heimi hér" .    Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Prédikunarefni dagsins er borð Drottins, sköpun, hungur...