Fréttir

Nýr lokunartími í Hallgrímskirkju þessa vikuna

17.05.2016
Vegna upptöku á nýjum geisladiski hjá Mótettukór Hallgrímskirkju verður lokað kl. 17 þessa viku frá þriðjudeginum 17. maí til laugardagsins 21. maí. Sumar opnunartíminn heldur svo áfram frá og með sunnudeginum 22. maí og þá er opið frá kl. 9 - 21. Óskum kórnum velgengis í upptökunum og hlökkum til að heyra í nýjum geisladiski. Takk fyrir.

Foreldramorgnar í kórkjallara

17.05.2016
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Dagskrá: Opið hús. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Íris Saara Henttinen Karlsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

17.05.2016
Góð leið til þess að byrja daginn. Á miðvikudaginn kl. 8 er árdegismessa þar sem sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og messuþjónar þjóna í sameiningu. Morgunmatur og kaffi eftir messu. ' Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

16.05.2016
Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir fyrirbænamessuna í kórkjallaranum á morgun, þriðjudaginn 17. maí kl. 10.30 – 11.00. Í messunni er beðið fyrir líðandi stund í góðu samfélagi. Allir velkomir.

Messur um Hvítasunnu

12.05.2016
Á sunnudagsmorgninum kl. 11 verður hátíðarmessa þar sem Mótettukór Hallgrímskirkju syngur hátíðartónlist undir stjórn Harðar Áskelssonar. Dr. Sigurður Árni Þórðarson messar og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Messan er í beinni útsendingu á Rás 1. Barnastarf er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisopi eftir messu.   Á annan í...

Tónleikahald og opnun sýningar um Hvítasunnu

12.05.2016
Mikið verður um dýrðir í Hallgrímskirkju þessa Hvítasunnuhelgi. Fólk og fiskar, orgel og unaðslegur söngur. Hulda Hákon, Hörður Áskelsson og Mótettukórinn um Hvítasunnuhelgina í Hallgrímskirkju.  Laugardaginn 14. maí: Hátíðin hefst um hádegisbil (kl. 12) laugardaginn 14. maí með tónleikum Harðar. Leikin verða hvítasunnutengd orgelverk...

Kyrrðarstund á fimmtudaginn

10.05.2016
Dr. Sigurður Árni Þórðarson flytur íhugun dagsins og Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpu og brauð á vægu verði í suðursalnum. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar í kórkjallara

10.05.2016
Foreldramorgnar eru í kórkjallara alla miðvikudagsmorgna kl. 10.00 – 12.00. Dagskrá: Opið hús. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Íris Saara Henttinen Karlsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

09.05.2016
Góð leið til þess að byrja daginn: Á miðvikudaginn kl. 8 er árdegismessa þar sem dr. Sigurður Árni Þórðarson og messuþjónar þjóna í sameiningu. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.